
80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Það gerðist fyrir sléttum 80 árum. Fimmtán karlar á miðjum aldri komu saman á ráðstefnu í svolítilli höll við Wannsee-vatn spölkorn suðvestur af Berlín. Við vatnið voru og eru Berlínarbúar vanir að hafa það huggulegt og njóta útilífs en þá var hávetur og ekki margir á ferli sem fylgdust með hverri svartri límúsínunni af annarri renna að höllinni aftanverðri og...











