
Ef Vestmannaeyjagosið hefði orðið 1773
Sagnfræðingar eiga að halda sig við staðreyndir, það vitum við. Þeir eiga helst að grafa upp sínar eigin, halda þeim til haga, þeir mega raða þeim upp á nýtt, staðreyndunum, alkunnum sem ókunnum, túlka þær og leggja út af þeim á hvern þann kant sem þeim þóknast, en eitt mega þeir alls ekki gera: Finna upp sínar eigin staðreyndir. Búa eitthvað til sem aldrei gerðist og aldrei var. Þá eru þeir ekki lengur sagnfræðingar.