
Börnin gátu ekki lifað án þess að heyra raddir, finna blíðu
Fyrir tæpu ári bað Hrafn bróðir minn mig að hjálpa sér að finna dæmi úr mannkynssögunni um harðneskjulegar uppeldisaðferðir og -tilraunir sem gerðar hefðu verið á börnum. Hann hugðist nota efnið í samantekt sem hann var að vinna að um kaldranalegar vöggustofur hér á landi upp úr miðri síðustu öld. Þeirri samantekt lauk hann ekki þar sem hann þurfti brátt öðru að sinna en hér koma — að breyttu breytanda — elstu dæmin sem ég hafði grafið upp. Ég birti þetta þannig séð til minningar um hann bróður minn.