
„Getum við farið?“
Í Marrakesh í Marrokkó búa hjónin Birta og Othman með dætur sínar fjórar. Þarlend yfirvöld brugðust hraðar við COVID-vánni en mörg nágrannaríkin, settu meðal annars á strangt útgöngubann og aðrar hömlur á daglegt líf. Þrátt fyrir aðgerðirnar hefur tilfellum kórónaveirunnar fjölgað þar hratt á undanförnum dögum. Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir deilir dagbók sinni með lesendum Stundarinnar. Í henni má meðal annars lesa að fjölskyldan hafði hug á að koma til Íslands á meðan á heimsfaraldrinum stendur, sem hefur reynst erfitt hingað til.