
Straujar peningaseðlana til að drepa veiruna
Mikil óvissa ríkir hjá íbúum Ungverjalands um það hvað stóraukin völd stjórnvalda í kjölfar lagabreytingar hafi í för með sér. Einn þeirra er Herald Magyar, rithöfundur, þýðandi, leikari og listamaður frá Ungverjalandi, sem býr ásamt eiginkonu sinni í litlu húsi í útjaðri smábæjar í norðurhluta Ungverjalands. Líf þeirra hefur kollvarpast á skömmum tíma. Herald er einn sex jarðarbúa sem deila dagbókum sínum úr útgöngubanni með lesendum Stundarinnar.