
Býst ekki við að börnin snúi aftur í skólann á þessu ári
Í Katalóníu hefur verið strangt útivistarbann í gildi frá því um miðjan mars. Þar, eins og víðar í landinu, eru íbúar uggandi enda standast heilbrigðisstofnanir álagið vegna kórónaveirunnar illa. Í Barcelona býr Judit Porta, blaðamaður og menningarmiðlari, með eiginmanni og tveimur börnum. Þau búa í lítilli íbúð í Gracia-hverfinu og hafa ekki stigið út fyrir hússins dyr svo vikum skiptir. Hún deilir hér dagbók sinni með lesendum Stundarinnar.