
Dagbækur úr útgöngubanni: „Ekkert verður aftur eins og það var“
Róttækar breytingar á daglegu lífi eru nú veruleiki fólks um heim allan. Söknuður eftir hversdagslífi, vinum og fjölskyldu, ótti við hið ókunna, atvinnuóöryggi og tortryggni í garð yfirvalda er meðal þess sem lesa má úr dagbókarfærslum sex jarðarbúa, skrifaðar á sjö dögum. Allir búa þeir við útgöngubann á sínum bletti jarðarkúlunnar. En þrátt fyrir að allir lifi þeir nú tíma sem eiga sér enga hliðstæðu í sögunni njóta þeir í auknum mæli fegurðar þess einfalda, finna til djúpstæðs náungakærleika og vilja síður snúa aftur til þess mynsturs sem einkenndi líf þeirra áður en veiran tók það yfir.