Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði
Mánuður er liðinn frá því að sundlaugin í Grindavík var opnuð á nýjan leik. Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í bænum, segir að aðsóknin hafi dregist saman eftir að hraun flæddi yfir Grindavíkurveginn. Gestir laugarinnar séu aðallega fámennur hópur bæjarbúa sem eru fluttir aftur heim.