
Holskefla hópsýkinga
Vígdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir holskeflu tilkynninga um hópsýkingar vegna matvæla hafa borist að undanförnu. Ekki sé þó víst að þær séu í raun fleiri en áður því hugsanlega sé samfélagið meðvitaðra eftir alvarlegu hópsýkinguna á leikskólanum í haust.