„Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa“
Ólafur Ingi Heiðarsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg, finnur vel fyrir þeim áhrifum sem fuglainflúensan H5N5 hefur á fugla borgarinnar. Á einum degi fær hann fleiri tilkynningar um dauða fugla en í hefðbundnum mánuði.