Barn unga afganska parsins fæddist á annan í jólum
Fréttir

Barn unga af­ganska pars­ins fædd­ist á ann­an í jól­um

Af­ganska par­inu, átján og nítj­án ára göml­um, sem fyrr í des­em­ber var synj­að um efn­is­lega með­ferð á Ís­landi, fædd­ist í gær lít­il stúlka á fæð­ing­ar­deild Land­spít­al­ans í Reykja­vík. Litla fjöl­skyld­an dvel­ur nú í hús­næði ætl­uðu hæl­is­leit­end­um í Reykja­nes­bæ. Al­menn­ing­ur legg­ur fjöl­skyld­unni lið með því að safna fyr­ir það nauð­synj­um.
Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra
Viðtal

Æv­in­týra­leg fjöl­skyldu­saga Andra

Þeg­ar Andra Snæ Magna­syni rit­höf­undi datt í hug að nota sög­ur fjöl­skyldu sinn­ar í bók, sem átti að breyta skynj­un les­enda á tím­an­um sjálf­um, kom aldrei ann­að til greina en að saga ömmu hans yrði í for­grunni. Fjöl­skyld­an sjálf ef­að­ist um þá hug­mynd, eins og kom fram í kaffispjalli á heim­ili ömm­unn­ar, Huldu Guð­rún­ar, í Hlað­bæn­um á dög­un­um.
„Þær voru ekkert skaplausar, þessar konur“
Viðtal

„Þær voru ekk­ert skap­laus­ar, þess­ar kon­ur“

Syst­urn­ar úr St. Franciskus­regl­unni settu sinn svip á bæj­ar­líf­ið í Stykk­is­hólmi, þar sem þær reistu spít­ala, stofn­uðu leik­skóla og prent­smiðju, auk þess sem þær sinntu hjúkr­un og ljós­mæðra­störf­um. Dag­björt Hösk­ulds­dótt­ir ólst upp í næsta húsi við klaustr­ið, þar sem börn­in stálu róf­um og rifs­berj­um. Hún rifjar upp kynni sín af systr­un­um, sem er sárt sakn­að.
„Ég vil vera hamingjusöm að eilífu“
Viðtal

„Ég vil vera ham­ingju­söm að ei­lífu“

Líf þeirra sem hafa ákveð­ið að helga sig Guði krefst fórna, en María de la Sa­biduría de la Cruz seg­ir það allt þess virði. Hún kem­ur úr kaþ­ólskri fjöl­skyldu í Arg­entínu, þær eru fimm syst­ur sem all­ar eru nunn­ur. Bróð­ir þeirra er hins veg­ar bóndi og fjöl­skyldufað­ir. Sjálf ákvað hún snemma að verða nunna og gekk í klaust­ur að­eins þrett­án ára göm­ul. Hér á landi elsk­ar hún Nonna­bæk­ur, fjall­göng­ur og harð­fisk með smjöri.

Mest lesið undanfarið ár