Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Endalok fágætrar náttúruperlu - videó

Endalok fágætrar náttúruperlu - videó

Náttúruperlan Eldvörp á Reykjanesi er algjörlega einstök. Úr einum aðalgígnum í miðri gígaröðinni, sem er um 10km löng, og í hrauninu umhverfis, rýkur jarðhitinn eins og gosi sé nýlokið. Gígarnir mynduðust hins vegar í mikilli eldgosahrinu sem skók Reykjanesið á 13. öld. Jarðgufan sveipar umhverfið allt mikilli dulúð og gerir þessa náttúruperlu svo kynngimagnaða að erfitt er að lýsa því með orðum. Ég reyni að koma því til skila í myndbandinu sem hér fylgir en auðvitað jafnast ekkert á við upplifunina sjálfa - að vera á staðnum.

Því miður verður þetta magnaða svæði brátt eyðileggingunni að bráð þar sem Grindavíkurbær hefur veitt HS Orku leyfi til tilraunaborana á svæðinu þrátt fyrir neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar varðandi þau óafturkræfu umhverfisáhrif sem þær munu hafa í för með sér. Gert er ráð fyrir fimm risastórum borteigum nánast ofan í gígaröðinni, sem hver og einn verður á bilinu  4 – 5 þúsund fermetrar að stærð.

Reykjanes Geopark er undarlegt apparat sem stofnað var af Grindavíkurbæ og HS Orku. Talsmaður þess, bæjarstjórinn í Grindavík, lét hafa það eftir sér að í markaðssetningu jarðvangsins yrði m.a. lögð áhersla á jarðminjar. Sú yfirlýsing verður að teljast furðuleg í ljósi þess að á sama tíma veitir Grindavíkurbær HS Orku leyfi til að að eyðileggja merkilegustu jarðminjar svæðisins.

Ekki nema bæjarstjórinn hafi meint að áherslan væri sú að eyðileggja þær?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.