„Börnin hafna hefðbundnum leikreglum og skapa sínar eigin“
Raddir margbreytileikans

„Börn­in hafna hefð­bundn­um leik­regl­um og skapa sín­ar eig­in“

Þóra Björnsdóttir er viðmælandi í 38. þætti mannfræðihlaðvarpsins Raddir margbreytileikans. Þóra er fædd 1986 í Reykjavík. Hún lauk BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA gráðu í þróunarfræðum frá sama skóla 2011 og doktorsprófi frá HÍ 2023 sem fjallar um börn í Ghana sem ferðast frá norðurhluta landsins til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. Doktorsrannsókn Þóru varpar ljósi á líf barna sem flytja að heiman á eigin vegum fyrir átján ára aldur í Ghana og flutningsferli þeirra með áherslu á réttindi barnanna. Rannsóknin skoðar hvernig hefðbundin réttindi hagnast þessum börnum og hvernig þau móta sín eigin réttindi, svo-kölluð lífsréttindi, þegar hefðbundnu réttindin eru ekki fullnægjandi. Áhersla er lögð á sjónarhorn þátttakenda með raddir þeirra og atbeini í forgrunni. Þóra hefur starfað með börnum og ungu fólki í fjölda ára og starfar í dag sem verkefnastjóri frjálsra félagasamtaka þar sem hún, meðal annars, mótar og sinnir forvarnarfræðslu á ofbeldi gegn börnum. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarkennari og leiðbeinandi við HÍ, verið sérkennslustjóri á leikskólanum Holti, sem og verkefnastjóri Erasmus+ verkefnis sem snýst um andlega heilsu fólks. Í dag starfar Þóra sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children in Iceland, en það verkefni snýst um kynheilbrigði barna.
· Umsjón: Krist­ján Þór Sig­urðs­son, Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
  Barist í bökkum velferðarsamfélags
  Pressa #20

  Bar­ist í bökk­um vel­ferð­ar­sam­fé­lags

  Leiðari: Handbók um leiðir til að þykjast siðlegur ráðherra
  Leiðarar #51

  Leið­ari: Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

  The Teachers’ Lounge
  Paradísarheimt #8

  The Teachers’ Lounge

  Falsfréttir og rangar upplýsingar um stríðið
  Úkraínuskýrslan #1

  Fals­frétt­ir og rang­ar upp­lýs­ing­ar um stríð­ið

  Loka auglýsingu