„Það þarf sterkt afl til að við breytum til, afl eins og umhyggja fyrir börnunum okkar og jörðinni“
Raddir margbreytileikans

„Það þarf sterkt afl til að við breyt­um til, afl eins og um­hyggja fyr­ir börn­un­um okk­ar og jörð­inni“

Helga Ögmundardóttir fæddist í Neskaupstað árið 1965. Hún lauk Fil.kand. prófi 1992 frá Stokkhólmsháskóla, ásamt námi í heimspeki, vísindaheimspeki og -sögu, siðfræði, rökfræði, o.fl. frá sama skóla. Einnig lagði Helga stund á nám í lífvísindum við Háskóla Íslands og í Kaupmannahöfn, sem og garðyrkjufræði við Garðyrkjuskólann í Ölfusi. Helga lauk MA prófi 2002 í mannfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í mannfræði 2011 frá Háskólanum í Uppsölum. Megin rannsóknaráherslur Helgu eru umhverfis- og orkumál, auðlindanýting og samskipti manna og náttúru almennt. Helga er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Í þessum þætti mun vera spjallað um mannfræði og umhverfismál, loftslagsbreytingar og aðra þætti sem tengjast breyttum lífsskilyrðum á plánetunni bláu, og þeim sporum sem maðurinn er að marka á hana. Mögulegar afleiðingar þessara spora eru ræddar, sem og þeir möguleikar sem eru í stöðunni, ef ekki á að fara illa, nokkuð sem kallað hefur verið „djúp aðlögun“. Í því sambandi hefur komið fram nýtt hugtak, „vistmorð“, þar sem litið er á umhverfismál sem mannréttindamál, og þar sem glæpum gegn náttúrunni er stillt upp sem glæpum gegn mannkyni.
· Umsjón: Krist­ján Þór Sig­urðs­son, Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Stjórnarslit og kosningar framundan
    Pressa #25 · 39:58

    Stjórn­arslit og kosn­ing­ar framund­an

    Þegar Óðinn hermaður fór um Evrópu
    Flækjusagan · 12:49

    Þeg­ar Óð­inn her­mað­ur fór um Evr­ópu

    Er Davíð Oddsson fasisti?
    Sif #32 · 06:24

    Er Dav­íð Odds­son fas­isti?

    Náðu Vuhledar eftir þúsund daga styrjöld
    Úkraínuskýrslan #16 · 07:04

    Náðu Vu­hled­ar eft­ir þús­und daga styrj­öld