Raddir margbreytileikans

„Róma­fólk sem fé­lags­leg­ar risa­eðlur á leið til glöt­un­ar“

Mannfræðingurinn Marco Solimene er viðmælandi í 37. þætti Röddum margbreytileikans. Marco er ítalskrar ættar, fæddur í Róm árið 1976 en hefur búið á Íslandi um langt skeið. Marco er með MA-gráðu í félagsfræði frá La Sapienza háskólanum í Róm og doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúist um rómafólk frá Bosníu í Róm sem og á Balkanskaga og í Rúmeníu. Marco er nýráðinn sem lektor í mannfræði við HÍ. Í þessum þætti er rætt um yfirstandandi rannsókn Marco á stöðu rómafólks á Ítalíu gagnvart stjórnvöldum varðandi búsetu. Rómafólk hefur þá staðalímynd að vera varasamt flökkufólk, en staðreyndin er sú að sumt rómafólk færir sig reglulega frá einum stað til annars, á meðan margir hafa fasta búsetu. Þessi þjóðfélagshópur lifir við þá seigu hugmynd að vera sífellt á ferðinni, að „passa ekki inn“, að sniðganga lög og reglur, jafnvel að vera ógn við ríkið. Að hafa fasta búsetu er ráðandi hugmynd í flestum ríkjum og er forsenda fyrir viðurkenndri stöðu innan ríkisins og er einn af hornsteinum þjóðríkisins. Marco hefur rannsakað hvernig þessar hugmyndir hafa áhrif á þróunarverkefni ESB innan Evrópu, þar sem litið er á jaðarhópa eins og rómafólk sem „frumstætt“ og varasamt, og að vissu leyti ósjálfbjarga og hjálparþurfi. Þarna stangast á hugmyndin um stöðu „ríkisborgara“ og hóps sem fer sínar eigin leiðir við að lifa sínu lífi, og hefur sínar hugmyndir um búsetu, þar sem „þróunarhjálpin“ skilar ekki alltaf tilteknum árangri. Þessi þáttur er á ensku.
· Umsjón: Krist­ján Þór Sig­urðs­son, Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    The Teachers’ Lounge
    Paradísarheimt #8

    The Teachers’ Lounge

    Falsfréttir og rangar upplýsingar um stríðið
    Úkraínuskýrslan #1

    Fals­frétt­ir og rang­ar upp­lýs­ing­ar um stríð­ið

    Mesta listaverkarán sögunnar
    Eitt og annað

    Mesta lista­verkarán sög­unn­ar

    Sif #10: Ægivald hinna þekktu og voldugu
    Sif #10

    Sif #10: Ægi­vald hinna þekktu og vold­ugu

    Loka auglýsingu