Mannleg hegðun og fjárhúsakenningin
Gestur þáttarins er Hildur Valdís Guðmundsdóttir. Hildur er fædd 31. október 1959 á Siglufirði en hefur auk þess búið í Húnavatnssýslu, Borgarfirði, Reykjavík, Færeyjum, Frakklandi og Fílabeinsströndinni.
Hún lauk BA prófi í mannfræði árið 2005 frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í mannfræði 2007 og diplómanámi í þróunarfræðum 2009 frá sama skóla.
Áhugasvið Hildar snúa að mannúðarmálum og að tilheyra.Hildur hefur unnið við sveitastörf, fiskvinnslu, skrifstofustörf, hjá Sameinuðu þjóðunum, í franska sendiráðinu á Íslandi og vinnur í dag í Kvennaathvarfinu.
Athugasemdir