Ásgeir Brynjar Torfason
Taumlaust aðhald
Snarvöndull (eða snarvölur) var bandlykkja sem hert var um snoppuna á hestum, ef erfitt var að hemja þá með taumhaldinu einu saman, við járningar. Hægt var jafnvel að snúa klárinn niður en þess háttar meðferð samræmist hvorki nútímalegum sjónarmiðum velferðar né hagstjórnar.