
Hinar raunverulegu ofurhetjur
Fjöldi sjálfboðaliða leggur líf sitt í hættu á hverjum einasta degi til að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á átakasvæðum í Úkraínu. Óskar Hallgrímsson fylgdist með störfum samtaka sem fara daglega inn á átakasvæði í þeim tilgangi og aðstoða fólk við að finna sér ný heimili.