Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
InDefence-hópurinn svokallaði beitti þjóðernislegri orðræðu í áróðursstríði við Breta, að mati Markúsar Þórhallssonar sagnfræðings. Sótt var í 20. aldar söguskoðun um gullöld og niðurlægingartímabil Íslendingasögunnar. 83 þúsund manns skrifuðu undir „Icelanders are not terrorists“-undirskriftalistann og hópurinn orsakaði fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldistímans.