
Hver er sannleikurinn um innflytjendur og flóttamenn?
„Öflugt velferðarkerfi og opin eða lek landamæri eru ósamrýmanleg,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á landsfundi sem fram fór um helgina. Innflytjendum hefur fjölgað ört en umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fækkað verulega síðan 2022.