„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
Í lok október fór fram umræða á Alþingi um rannsókn Samherjamálsins í Namibíumálinu og orðspori Íslands þar sem stór orð féllu. Frummælandinn, Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort dráttur á rannsókn málsins á Íslandi væri eðlilegur, hvort yfirvöld á Íslandi tækju málið alvarlega og hvort rannsóknarstofnanir á Íslandi væru nægilega vel fjármagnaðar.