Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
Samtök leigjenda kalla eftir regluverki til að koma í veg fyrir ömurlegt ástand á leigumarkaði þar sem fólk neyðist til að sækja í ósamþykkt og óleyfilegt húsnæði vegna hás leiguverðs. Ráðherrar og þingmenn virðast vel meðvitaðir um ástandið og flúðu sjálfir leigumarkaðinn við fyrsta tækifæri. Engu að síður er það niðurstaða nýlegrar rannsóknar að leigusalar hafi umboð stjórnvalda til að herja á leigjendur.