Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
Mánuðum saman þurfti Hrund Ólafsdóttir að grátbiðja lækni um að senda Sigrúnu, dóttur hennar, í myndatöku vegna alvarlegra veikinda sem voru skilgreind sem mígreni. „Barnið bara kvaldist og kvaldist og kvaldist og kvaldist.“ Þegar hún loks fékk ósk sína uppfyllta kom í ljós fimm sentímetra stórt æxli í litla heila Sigrúnar.