
Sett á lyf sem reyndust hættuleg
Ásta Þórdís Skjalddal gekk í 25 ár á milli lækna þar til hún fékk loks rétta sjúkdómsgreiningu. Aftur og aftur var hún sett á lyf við sjúkdómi sem hún var ekki með. Í tvígang voru lyfin sem hún var á tekin úr sölu því þau voru talin hættuleg heilsu fólks. „Það var enginn sem hlustaði,“ segir Ásta.