Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
Það er kúnst að reka fyrirtæki sem reiðir sig á fjarvinnu starfsmanna. Þetta segir Bjarney Sonja Ólafsdóttir Breidert, framkvæmdastjóri alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækisins 1xINTERNET. Hún segir að fólk verði jafnvel agaðra og afkastameira í fjarvinnu en í hefðbundnu vinnuumhverfi, að því gefnu að hún sé vel skipulögð og ferlar séu skýrir.