Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“
Sólveig Anna Jónsdóttir, segir að staða félagsmanna sé mjög veik. Þar ríki mikið atvinnuleysi og um helmingur hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu síðustu sex mánuði, tæplega helmingur Eflingarkvenna eigi erfitt með að ná endum saman og fjórðungur karla hefur varla tekið sumarfrí í fimm ár. Nú þurfi að hverfa frá grimmri stefnu og innleiða auðmýkt og sanngirni á vinnumarkaði.