

Illugi Jökulsson
Þegar Sveinn Björnsson vildi fálkaorðu handa tengdasyni Mussolinis
Árið 1936 átti að veita nokkrum ítölskum embættismönnum fálkaorðuna. Sveinn Björnsson sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og síðar forseti Íslands stakk þá upp á því að Ciano greifi, utanríkisráðherra og tengdasonur einræðisherrans Mussolinis fengi líka orðu. Það gæti komið sér vel seinna.










