Hvernig er að hitta barnið sitt í fyrsta sinn?
Kateřina Blahutová og fleiri konur lýsa reynslu sinni af fæðingu og þeim tilfinningum sem vöknuðu þegar þær litu börnin sín í fyrsta sinn. Þær lýsa dögunum sem á eftir komu, sem einkenndust af töfrandi hamingjustundum, brjóstum sem fyllast af mjólk, óstjórnlegum gráti, djúpstæðum friði og öllu mögulegu þar á milli.