Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur 100 klukkustundir
Vegna plássleysis á legudeildum Landspítalans er bráðamóttakan oft yfirfull og því þurftu 69 sjúklingar að dvelja á bráðamóttökunni lengur 100 klukkustundir í september og október. Þetta kemur fram í þáttaröðinni Á vettvangi sem Jóhannes Kr. Kristjánsson vinnur fyrir Heimildina. Í fjóra mánuði hefur hann verið á vettvangi bráðamótttökunnar og þar öðlast einstaka innsýni í starfsemina, þar sem líf og heilsa fólks er undir.