
Vont að senda varnarlausar konur aftur í sömu stöðu
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir er félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landspítalans. Þar tekst hún á við myrkustu hliðar mannlífsins, en segist helst reiðast yfir því að rekast á sömu veggina aftur og aftur, þegar úrræðin eru engin. Til dæmis varðandi konur sem búa á götunni, verða fyrir ofbeldi og eiga sér hvergi skjól. Þrátt fyrir áskoranir segir hún starfið það besta í heimi.