Á vettvangiJóhannes Kr. KristjánssonAð finna fyrir einmanaleika Ég öskraði, grét og talaði við gröf hans föður míns. Ég hef aldrei verið eins einmana og þegar hann dó.
Á vettvangi 1Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar „Maður veltir fyrir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengslum við einn né neinn,“ segir lögreglukona sem fór í útkall á aðventunni til einstæðings sem hafði dáið einn og legið lengi látinn.
Á vettvangi„Ég vil frekar vera besti sjúkraliði landsins“ Sjúkraliðar á bráðamóttöku segja starfið gefandi, þó það sé líka oft erfitt. Ungur karlmaður sem starfar þar sem sjúkraliði segir erfiðast að sjá börn mikið veik eða nálægt dauðanum. 63 ára kona í sama starfi segist vera orðin þreytt í skrokknum en að hún muni ekki hætta fyrr en hún nái 65 árum.
Á vettvangi 2Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki Þær eru kýldar og teknar hálstaki. Kynferðisleg áreitni gagnvart starfsfólki bráðamóttökunnar er algengt. „Algengara en við tölum um,“ segir hjúkrunarfræðingur. Starfsfólk á vaktinni hefur verið lamið, það er káfað á því og hrækt á það. Hótanir sem starfsfólk verður fyrir eru bæði um líflát og nauðganir. Í sumum tilvikum er ofbeldið það alvarlegt að starfsfólk hefur hætt störfum eftir alvarlegar árásir.
Á vettvangiGóðum hjúkrunarfræðingi þarf að þykja vænt um fólk Ellen Björnsdóttir hefur starfað á bráðamóttökunni nær hálfa öld. Eftir erfið mál hefur hún þurft að fara afsíðis til að gráta, en segir að það sé hluti af starfinu: „Þegar maður hættir að finna til með fólki, þá á maður að hætta.“ Sú stund er alls ekki komin.“
Á vettvangi 1„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“ Kona sem situr á biðstofu með fleira fólki er að greinast með heilaæxli og það þarf að tilkynna henni það. En það er enginn staður sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í annan stað er rætt við aðstandendur frammi, fyrir framan sjálfsalann en þá fer neyðarbjallan af stað og hamagangurinn er mikill þegar starfsfólkið hleypur af stað. Í fjóra mánuði hefur blaðamaður verið á vettvangi bráðamóttökunnar á Landspítalanum og fylgst með starfinu þar.
Á vettvangiTugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir Vegna plássleysis á legudeildum Landspítalans er bráðamóttakan oft yfirfull og því þurftu 69 sjúklingar að dvelja á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir í september og október. Þetta kemur fram í þáttaröðinni Á vettvangi sem Jóhannes Kr. Kristjánsson vinnur fyrir Heimildina. Í fjóra mánuði hefur hann verið á vettvangi bráðamótttökunnar og þar öðlast einstaka innsýni í starfsemina, þar sem líf og heilsa fólks er undir.
Á vettvangi 2Ágúst barnaníðingur kominn með nýtt nafn Ágúst Magnússon fékk fimm ára dóm vegna kynferðisbrota gegn sex ungum drengjum árið 2004. Ágúst hefur nú skipt um nafn, er hvergi skráður til heimilis og því ekki vitað hvar hann heldur til. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki skilja af hverju dæmdum barnaníðingum er gert það auðvelt að breyta um nafn.
Á vettvangi 3„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“ Kona sem var nauðgað af þjóðþekktum manni kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hún lagði fram kæru, sérstaklega hjá lögreglu og réttargæslumönnum sem neituðu að taka málið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyrir 25 árum. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að frægir fái enga sérmeðferð í dag hjá deildinni.
Á vettvangiÁ vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Konur í viðkvæmri stöðu Teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir öll ofbeldisbrot í tíunda veldi í fíkniefnaheiminum. „Við erum oft að sjá mjög ungar stelpur í þessum aðstæðum og við vitum af stelpum sem eru fimm árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum, tíu árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum,“ segir Jenný Kristín Valberg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaþætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Á vettvangiSkaðleg áhrif kláms „Við sjáum í rauninni allan þennan ljótleika sem tilheyrir þessum brotaflokki gerast í nánum samböndum,“ segir Jenný Krístín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Á vettvangi1.600 blaðsíður af óviðeigandi smáskilaboðum Jóhannes Kr. Kristjánsson fékk að fylgja Birgi Erni Guðjónssyni, eða Bigga löggu, eftir við rannsókn á máli einu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Á vettvangi. Þar hafði fullorðinn karlmaður verið í miklum óviðeigandi samskiptum við 12 ára stúlku.
Þín áskrift hefur áhrif Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. Gerast áskrifandi Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.