Hvar og hvenær endar brauðstritið?
Ég sé að Guðmundur Haralds vinur minn var að blogga um vinnutíma í samhengi við fjórðu iðnbyltinguna. Þetta er bísna áhugaverður pistill enda Guðmundur manna fróðastur um viðfangsefnið. Sá tími sem við verjum í launavinnu er mikilvægt viðfangsefni sem hefur verið til umræðu í yfirstandandi kjarasamningum. Það eru ýmsar hliðar á þessu viðfangsefni, svo sem fjöldi vinnustunda, lengd starfsævinnar og svo hvar og hvenær við vinnum.
Ég hef áður skrifað um hve löng starfsævin er á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Það eru hinsvegar ýmis önnur áhugaverð sérkenni á íslenskum vinnumarkaði. Eitt af því sem hefur áhrif á lífsgæði fólks er hvort það þarf að vinna utan hefðbundins dagvinnutíma. Það eru nokkrar hliðar á því. Sumt fólk er í vaktavinnu með þeim afleiðingum sem það hefur fyrir heimilis- og einkalíf. Annað fólk vinna alltaf á kvöldin eða um helgar, t.d. námsmenn sem eru með kvöld- og helgarvinnu. Sumt fólk er í umfangsmiklum störfum og vinnur því mikið á kvöldin og um helgar. Enn annað fólk er með tilfallandi kvöld- og helgarvinnu, t.d. vegna tímabundins álags í vinnu eða vegna þess að það hefur sveigjanlegan vinnutíma og getur valið að vinna hluta starfa sinna utan hefðbundins dagvinnutíma.
Það eru þessir síðustu hópar sem ég ætla að skoða hér, þ.e. fólk með tilfallandi kvöld- og helgarvinnu. Þegar tilfallandi kvöld- og helgarvinna er vegna álagspunkta í vinnunni er það nokkuð skýrt dæmi um að vinnan sé að hafa neikvæð áhrif á heimilis- og einkalíf. Þetta er ögn flóknara þegar um sveigjanlegan vinnutíma er að ræða. Sveigjanlegur vinnutími gefur fólki færi á að sinna einkaerindum á vinnutíma og vinna það upp á kvöldin og um helgar. Fyrirkomulagið getur þannig auðveldað foreldrum að láta bæði vinnu og heimilislíf ganga upp. Á móti kemur að skilin á milli vinnu og einkalífs verða óljósari sem getur aukið álag og streitu.
Eitt af sérkennum íslensks atvinnulífs er að hátt hlutfall launafólks vinnur tilfallandi kvöld- og helgarvinnu. Myndin hér að ofan sýnir nýjustu mælinguna, frá 2017, en samkvæmt henni var hlutfall launafólks sem vann stundum á kvöldin og stundum á sunnudögum hæst á Íslandi, 42% og 35,2%. Þá var hlutfallið sem vann stundum á laugardögum það næsthæsta, 43,4%.
Bæði Danmörk og Finnland röðuðust nokkuð hátt varðandi kvöldvinnu og Danmörk raðaðist einnig hátt varðandi vinnu á sunnudögum. Hlutföllin voru þó mun lægri en á Íslandi, t.d. unnu rúm 27% launþega í Danmörku stundum á kvöldin (samanborið við 42% á Íslandi) og rúm 20% á sunnudögum (samanborið við rúm 35% á Íslandi).
Það hvenær við vinnum er ekki það eina sem hefur áhrif á mörkin á milli vinnu og einkalífs heldur skiptir einnig máli hvar við vinnum. Mörg störf eru þannig að það er hægt að vinna tilfallandi kvöld- og helgarvinna heiman frá. Það getur verið heppilegt að geta haft auga með börnunum eða grípa í einhver heimilisstörf á meðan maður sinnir vinnunni. En það hefur líka þá afleiðingu að maður fer með vinnuna heim með sér. Ef við vinnum mikið utan hefðbundins vinnutíma og inni á heimili okkar verða mörkin á milli vinnutíma og frítíma og á milli vinnu og heimilis fljótt óskýr. Vinnan er þá hangandi yfir okkar og við fáum ekki þá hvíld frá henni sem við þurfum.
Árið 2017 var hlutfall launafólks á Íslandi sem vann stundum heima hjá sér það hæsta í Evrópu, 25,8%. Svíþjóð var á svipuðu róli auk þess sem hlutfallið var nokkuð hátt í Danmörku.
Hvað þýðir þetta?
Ég verð að játa að ég átta mig ekki alveg á því. Það eru kostir við að geta unnið heima og utan hefðbundins dagvinnutíma en það fylgja því einnig ókostir. Það væri líka gott að hafa ítarlegri upplýsingar um tíðni tilfallandi kvöld- og helgarvinnu. Það er hinsvegar óneitanlega athyglivert að hlutfall launafólks sem tekur vinnuna stundum heim með sér og vinnur hana stundum hefðbundins dagvinnutíma sé með því hæsta sem gerist í Evrópu.
Nýtt efni

Hefur á tilfinningunni að kennaradeilan sé fangin í pólitískum hráskinnaleik

Stóra gallabuxnamálinu hvergi lokið

SÍS var andvíg tillögu sem Heiða Björg sagðist hlynnt en mætti ekki til þess að greiða atkvæði

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“


Sif Sigmarsdóttir
Til varnar siðlausum eiturpennum

Ný stjórn útgáfunnar

Heiða Björg: „Ég er bara með eitt atkvæði, hinir voru á annarri skoðun“

Fjölmiðlar fá aðeins að fylgjast með ræðu Ingu á landsfundi

Nýr meirihluti kynntur í dag

Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu: Fjölþáttakrísa siðmenningarinnar

Nýr meirihluti leysir upp íbúaráð

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga

Lokaniðurstaða ræðst þegar Rússland og Úkraína setjast að samningaborðinu


Athugasemdir