Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?
Það er oft erfitt að skilja afstöðu og rök stjórnmálastéttarinnar. T.d. hefur margoft verið bent á þá staðreynd að stjórnarskráin er regluverk um störf stjórnmálamanna og réttindi þeirra og skyldur, sem gerir fullyrðingu stjórnmálastéttarinnar að það sé hennar að kveða upp úr hvernig stjórnarskrá íslensk þjóð setur sér án aðkomu þjóðarinnar. Það er hlutverk þingmanna að fara að vilja þjóðarinnar, ekki öfugt.
Þeir flokkar sem eru nú í ríkisstjórn standa í vegi fyrir öllum breytingum á íslensku samfélagi og nú stefnir í enn eitt uppgjörðið milli launamanna og stjórnmálastéttarinnar. Hvers vegna? Jú launahækkun yfirstéttarinnar segir allt um þann gjaldmiðil sem okkur er gert að búa við. Stjórnmálastéttin setti saman kjararáð og fól því að finna út hversu mikið laun yfirstéttarinnar þyrftu að hækka svo hún héldi óbreyttum kaupmætti.
41% launahækkun var niðurstaðan í því reikningsdæmi, eða um 400 þús. kr. á mán. En nú á að bjóða þjóðinni 3-4% launahækkun, eða um 20 þús. kr. hækkun á mán. Tekjuójöfnuður á Íslandi hefur vaxið gríðarlega undanfarna áratugi og er svo komið að við eigum enga hliðstæðu samkæmt OECD tölum.
Við þurfum alvörugjaldmiðil til þess að komast hjá þessum uppgjörum og koma rekstrarumhverfi heimilanna og fyrirtækjanna í eðlilegt umhverfi. Kostnaður okkar við rekstur krónunnar skiptir hundruðum milljarða króna á ári og setur reglulega hluta íslenskra heimila á hausinn. Þar spilar mestu verðlag á helstu nauðsynjum, vaxtastigið, verðtryggingin og vandi launamanna að koma yfir sig húsnæði. Allt eru þetta óbeinir skattar sem koma harðast niður á þeim sem eru einvörðungu með launatekjur. Við þurfum samskonar umhverfi og er í nágrannalöndum okkar, sem öll er með sína gjaldmiðla tengda við evruna.
EES-samningurinn hefur bjargað mörgu hér en við höfum ekkert að segja um ákvarðanir sem þar eru teknar, en stjórnmálastéttin stendur í vegi fyrir því að við fáum að svör við hverskonar samning okkur stendur til boða hvað varðar sjávarútveg, landbúnað og peningastefnu.
Stjórnmálastéttin vill ekki að við fáum að kjósa um hvort teknar verði upp viðræður og kannað hverskonar samning við gætum náð við ESB. Tillögur stjórnmálastéttarinnar er hins vegar sú að kjósa um aðild áður en við fáum að sjá þau samningsdrög. Það er sambærilegt því að verkalýðsforystan mynda láta kjósa í dag um þá kjarasamninga sem væntanlega verða gerðir seinni partinn í vetur. Svo er stjórnmálastéttinni að velta fyrir sér hvers hún er rúin öllu trausti.
Athugasemdir