Við hverfum aftur í tímann, í torfbæinn og fáum að heyra minningarbrot fólks um æskujól þeirra, jólakerti og upplýstar baðstofur í vetrarmyrkrinu. Við hittum einnig tvo þjóðfræðinga, Guðlaugu Guðmundu Ingibjörgu Magnfríðar Bergsveinsdóttur, og Kristinn Schram. Þau segja okkur frá sínum jólahefðum og jólaljósum; stjörnum á himni og stórri jólastjörnu. Einnig slæðast með umræður um jólaketti og jólasveina, þá jólavætti sem kannski búa í myrkrinu.
Gleðileg jól og bestu þakkir fyrir að hlusta!
Lesarar í þættinum eru Auður Viðarsdóttir og Jón Þór Pétursson
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Athugasemdir