Þjóðhættir
Þjóðhættir #5545:18

Haun­ted: Minn­ing­ar um mið­borg Reykja­vík­ur

Í þessum þætti af Þjóðháttum er fjallað um hvernig borgarlandslagið í miðbæ Reykjavíkur getur virkað sem minningarbrunnur fyrir þá sem þar fara um.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Ólafur Rastrick prófessor í þjóðfræði og Snjólaug G. Jóhannesdóttir doktorsnemi í þjóðfræði koma í þáttinn og segja frá verkefninu Haunted sem fjallar um aðdráttararfl og staðartengsl í borgarlandslagi. Í verkefninu Haunted var fjölbreyttum eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt til að grafast fyrir um hvaða staðir það eru sem vekja minningar fólks þegar það ferðast um miðborgina. Gleraugnagöngur, sam-göngur og ljósmyndarýni hljóma sem framandi orð en í þættinum segja Snjólaug og Ólafur frá þessum áhugaverðu aðferðum til að nálgast sýn viðmælenda á miðborgina.

Um er að ræða ólíkar minningar og viðhorf sem viðmælendur þeirra lýstu og má segja að verkefnið opni á umræðu um nýjar nálganir í borgarskipulagi og að hverju væri hægt að huga þegar kemur að húsaarfi miðborgarinnar. Ættu tilfinningar og minningar að koma við sögu þegar við hugsum um skipulag borgarhluta?

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“
    Móðursýkiskastið #4 · 31:40

    „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“

    „Bullshit“ jól
    Sif · 05:42

    „Bulls­hit“ jól

    Valkyrjur Stefáns Ingvars
    Tuð blessi Ísland #8 · 1:03:00

    Val­kyrj­ur Stef­áns Ingvars

    Á vettvangi einmanaleikans
    Á vettvangi: Einmanaleiki · 1:06:00

    Á vett­vangi ein­mana­leik­ans