Þjóðhættir
Þjóðhættir #5039:50

Að tala um veðr­ið og hlæja að tengda­mæðr­um

Sigurlaug og Dagrún fá hann Eirík Valdimarsson, þjóðfræðing í þáttinn en Eiríkur starfar á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Eiríkur hefur rannsakað ýmislegt í starfi sínu sem þjóðfræðingur en meistararitgerðin hans fjallaði um alþýðlegar veðurspár og bar heitið: Á veðramótum: Íslenskar veðurspár og veðurþekking þjóðarinnar fyrr og nú. Eitthvað verður til þess að Íslendingar eru alltaf að tala um veðrið en Eiríkur segir okkur einnig frá því hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á veðurskilning og hvaða þýðingu það hefur að vera veðurglöggur og með gott veðurminni. Eiríkur heldur úti Facebook hópnum Alþýðlegar veðurspár þar sem hann og fleiri deila ýmsum fróðleik um þetta eilíðarviðfangsefni Íslendinga, veðrið.

Eiríkur hefur rannsakað ýmislegt fleira líkt og þjóðtrú vesturfara, dagbækur frá fyrri tímum og tilfinninglíf fátæks bónda á 19. öld en einnig sinnt fjölbreyttu starfi fyrir Þjóðfræðistofu. 

Eiríkur vakti mikla athygli fyrir fyrirlestur sinn um tengdamæður á Þjóðarspegli, ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum, síðast liðið haust. Eiríkur segir frá því hvernig þessi húmor um tengdamömmur lýsir sér og af hverju virðist hann hafa þrifist svo vel um tíma, á grínsíðum allra helstu dagblaða. 

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Káti kóngurinn og dapra drottningin
    Flækjusagan · 11:30

    Káti kóng­ur­inn og dapra drottn­ing­in

    „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“
    Móðursýkiskastið #5 · 43:59

    „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“

    Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
    Samtal við samfélagið #8 · 1:00:00

    Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

    Hvað hefði Jesú gert?
    Flækjusagan · 13:48

    Hvað hefði Jesú gert?