„Börnin hafna hefðbundnum leikreglum og skapa sínar eigin“
Raddir margbreytileikans

„Börn­in hafna hefð­bundn­um leik­regl­um og skapa sín­ar eig­in“

Þóra Björnsdóttir er viðmælandi í 38. þætti mannfræðihlaðvarpsins Raddir margbreytileikans. Þóra er fædd 1986 í Reykjavík. Hún lauk BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA gráðu í þróunarfræðum frá sama skóla 2011 og doktorsprófi frá HÍ 2023 sem fjallar um börn í Ghana sem ferðast frá norðurhluta landsins til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. Doktorsrannsókn Þóru varpar ljósi á líf barna sem flytja að heiman á eigin vegum fyrir átján ára aldur í Ghana og flutningsferli þeirra með áherslu á réttindi barnanna. Rannsóknin skoðar hvernig hefðbundin réttindi hagnast þessum börnum og hvernig þau móta sín eigin réttindi, svo-kölluð lífsréttindi, þegar hefðbundnu réttindin eru ekki fullnægjandi. Áhersla er lögð á sjónarhorn þátttakenda með raddir þeirra og atbeini í forgrunni. Þóra hefur starfað með börnum og ungu fólki í fjölda ára og starfar í dag sem verkefnastjóri frjálsra félagasamtaka þar sem hún, meðal annars, mótar og sinnir forvarnarfræðslu á ofbeldi gegn börnum. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarkennari og leiðbeinandi við HÍ, verið sérkennslustjóri á leikskólanum Holti, sem og verkefnastjóri Erasmus+ verkefnis sem snýst um andlega heilsu fólks. Í dag starfar Þóra sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children in Iceland, en það verkefni snýst um kynheilbrigði barna.
· Umsjón: Krist­ján Þór Sig­urðs­son, Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Gnarr jarðsetur Pírata, óvinsæl spurning til Selenskí, einkaskilaboð Kristrúnar og Klaustur-endurfundir
    Pod blessi Ísland #1 · 1:00:00

    Gn­arr jarð­set­ur Pírata, óvin­sæl spurn­ing til Selenskí, einka­skila­boð Kristrún­ar og Klaust­ur-end­ur­fund­ir

    Symbiosis: Súrdeig, melting, molta, skyr og aðrar óstýrlátar örverur
    Þjóðhættir #53 · 35:49

    Symb­i­os­is: Súr­deig, melt­ing, molta, skyr og aðr­ar óstýr­lát­ar ör­ver­ur

    80 ár frá Bagration, mestu sókn Rauða hersins
    Flækjusagan · 11:44

    80 ár frá Bagrati­on, mestu sókn Rauða hers­ins

    Bílaframleiðendur með öndina í hálsinum
    Eitt og annað · 07:49

    Bíla­fram­leið­end­ur með önd­ina í háls­in­um