Bíóblaður

Bíó­spjall með Ernu­landi

Ernuland kom í heimsókn til Hafsteins og þau áttu gott og fjölbreytt bíóspjall saman. Þau spjölluðu um bíómyndir, þætti og margt, margt fleira.
· Umsjón: Hafsteinn Sæmundsson

Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Ernuland, er einn af áhugaverðustu áhrifavöldum Íslands. Hún hefur nefnilega ákveðið að nýta sína samfélagsmiðla til að koma á framfæri hversu mikilvægt það er að allir elski líkama sinn, alveg sama hvernig þeir líta út. Erna hefur einnig skrifað tvær bækur en önnur þeirra, Fullkomlega ófullkomin, kom út árið 2018. Seinni bókin hennar, Ég vel mig, kemur út í október en þessar bækur fjalla báðar um jákvæða líkamsímynd.

Þar sem Erna hefur verið þekkt fyrir að vera hress manneskja með miklar skoðanir, þá fannst Hafsteini alveg upplagt að fá hana í
heimsókn og spjalla aðeins við hana. Þau ræða alls kyns málefni eins og t.d. hversu góður leikari Leonardo DiCaprio er, hvernig trú hefur breyst með árunum, hversu svakalegt það er þegar brotist er inn á heimili manns, hvort það hefði verið sniðugt að gera Titanic 2, hversu auðvelt Erna á með að gráta yfir bíómyndum og hvernig Erna á erfitt með að sofa eftir að hafa horft á hryllingsmyndir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Eldsvoði aldarinnar
Eitt og annað

Elds­voði ald­ar­inn­ar

Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
Pressa

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
Sif

Það sem ég á Bjarna Ben að þakka

Hvenær hefðu fyrrum forsetar átt að nýta málskotsréttinn?
Pressa

Hvenær hefðu fyrr­um for­set­ar átt að nýta mál­skots­rétt­inn?