Þjóðhættir
Þjóðhættir #6948:49

Reð­ursafn­ið, gesta­bæk­ur og torf­bæ­ir

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Gestur þáttarins er Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Sigurjón segir frá bakgrunni sínum í sjónrænni mannfræði og hvað leiddi hann svo inn á slóðir safna. Þá segir hann einnig frá stofnun safnafræðinnar sem námsleiðar við Háskóla Íslands og hvað er kennt þar.

Sigurjón hefur komið víða við í rannsóknum sínum en hér talar hann sérstaklega um rannsóknir sínar í tengslum við Reðursafnið. Þar hefur hann nú síðast verið að glöggva sig á merkingu gestabóka safnsins, þar sem fólk tjáir sig með allskonar hætti um æxlunarfæri karlkyns spendýra. Sigurjón hefur einnig rannsakað torfbæinn frá ýmsum hliðum og hér segir hann frá menningarlegu samhengi þessa arkitektúrs og hvers vegna hann varð undir í nútímavæðingu Íslands. Sigurjón ræðir um hvað fór forgörðum þegar torfbæirnir hurfu og hvers vegna það torfbærinn hefur fengið á sig svo harðan dóm sem húsakostur fyrri kynslóða.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Færa sig sífellt upp á skaftið
    Eitt og annað · 07:07

    Færa sig sí­fellt upp á skaft­ið

    Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
    Sif · 03:49

    Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

    Sjálfbærni og matarhættir
    Þjóðhættir #72 · 43:34

    Sjálf­bærni og mat­ar­hætt­ir

    Hægfara aldursforseti
    Eitt og annað · 06:32

    Hæg­fara ald­urs­for­seti