Þjóðhættir
Þjóðhættir #6228:02

Huldu­ver­ur, safn­astarf og köldu ljós­in Hafna­firði

Gestur þáttarins er Svanhvít Tryggvadóttir þjóðfræðingur sem starfar um þessar mundir á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Svanhvít lýsir leið sinni í þjóðfræðina og segir frá BA ritgerð sinni þar sem hún rannsakaði sagnaheim Vestur Íslendinga, hvaða þjóðtrúarverur fluttust yfir hafið og hvernig þeim vegnaði á nýjum stað.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Svanhvít lýsir leið sinni í þjóðfræðina og segir frá BA ritgerð sinni þar sem hún rannsakaði sagnaheim Vestur Íslendinga, hvaða þjóðtrúarverur fluttust yfir hafið og hvernig þeim vegnaði á nýjum stað.

Svanhvít stofnaði fyrirtækið Jaðarmiðlun með vinkonum sínum í háskólanum þar sem nýjasta tækni og hulduheimar renna saman. Markmið verkefnisins er að lífga þjóðsögurnar við með sýndarveruleika og setja á svið hulduverur á Íslandi.

Nú starfar Svanhvít á Byggðasafni Hafnarfjarðar, þar hefur hún fengist við fjölbreytt verkefni, setti meðal annars upp sýninguna Köldu ljósin þar sem saga fyrstu rafmagnsljósanna í Hafnarfirði er sögð. Sýningin er á sérstökum stað, í undirgöngum undir Lækjargötunni, en Svanhvít segir okkur einnig frá færanlegum sýningum sem safnabíllinn Tukki færir Hafnfirðingum.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Óvissan um flaggskipið
    Eitt og annað · 10:08

    Óviss­an um flagg­skip­ið

    Hvað eiga popúlistar sameiginlegt með snjallsímum?
    Sif · 05:09

    Hvað eiga po­púl­ist­ar sam­eig­in­legt með snjallsím­um?

    Lækkandi fæðingartíðni og gegndarlaus foreldrafordæming sófasérfræðinga
    Sif · 07:32

    Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni og gegnd­ar­laus for­eldra­for­dæm­ing sófa­sér­fræð­inga

    Titringur í kálgörðunum
    Eitt og annað · 09:00

    Titr­ing­ur í kál­görð­un­um