Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
Þrátt fyrir að hafa verið íslenskur ríkisborgari í 12 ár hefur Patience Afrah Antwi einungis einu sinni kosið hér á landi. Nú ætlar hún að ganga að kjörkassanum fyrir dætur sínar. Mæðgurnar hafa mætt fordómum og segist Patience upplifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyrir því þegar eiginmaður hennar, og faðir stúlknanna, veiktist alvarlega fyrir sjö árum síðan. Hann lést í fyrra.