FréttirTekjulistinn 2019Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS hafði rúmar 78 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Langstærstur hluti teknanna voru launatekjur.
FréttirTekjulistinn 2019Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík Í fyrra höfðu tíu tekjuhæstu karlarnir í Reykjavík meira en þrefalt hærri heildartekjur samanlagt en tíu tekjuhæstu konurnar í höfuðborginni, eða 8,4 milljarða samanborið við 2,5 milljarða kvennanna. Horft til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er minnstur munur á heildartekjum tekjuhæstu karlanna og kvennanna í Hafnarfirði.
FréttirTekjulistinn 2019Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi Tíu tekjuhæstu íbúar Seltjarnarness fengu rúmlega 1,3 milljarða króna í fjármagnstekjur í fyrra. Tveir starfsmenn þrotabús Kaupþings og fyrrverandi bankastjóri Landsbankans í London eru á listanum.
FréttirTekjulistinn 2019Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða Aðilar í sjávarútvegi skipa efstu sætin á listanum yfir tekjuhæstu einstaklinga Vestfjarða.
FréttirTekjulistinn 2019Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra Kristján Vilhelmsson, annar af aðaleigendum Samherja, greiddi 102 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt árið 2018 en hafði vantalið skatta um árabil. Þeir Ingvaldur og Gunnar Ásgeirssynir, eigendur Skinneyjar Þinganess, græddu hvor um sig hátt í 200 milljónir.
FréttirTekjulistinn 2019Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda Björn Ingi Hrafnsson fékk 34,3 milljónir króna í árslaun í fyrra, en fyrirtæki sem hann kom að lentu í alvarlegum fjárhagsvanda. Hann stofnaði vefmiðilinn Viljann í nóvember.
FréttirTekjulistinn 2019Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði Stór hluti tekna ritstjóra Morgunblaðsins er tilkominn vegna eftirlaunalaga sem hann stóð að í tíð sinni sem forsætisráðherra.
FréttirTekjulistinn 2019Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor Bergþór Jónsson og Fritz Hendrik Berndsen seldu fasteignafélag til Reita á 5,9 milljarða króna í fyrra. Fjármagnstekjur þeirra námu samtals 4,4 milljörðum og greiddu þeir tæpan milljarð í fjármagnstekjuskatt. Félagið leigir að mestu til opinberra aðila á fjárlögum og greiddu Reitir sér í kjölfarið 149 milljónir í arð úr félaginu.
FréttirTekjulistinn 2019Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra Hjónin Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmundsdóttir, sem stýrt hafa Borgarplasti undanfarna áratugi, fengu 778 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra. Þau seldu fyrirtækið til Alfa framtakssjóðs síðasta haust.
Áskrift hefur áhrif Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Áskrift styður tímafreka rannsóknarblaðamennsku. Ég vil fá áskrift Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.