„Allir í skólanum eru vinir mínir“
Ljósmyndin af litla langveika drengnum sem stóð í dyrunum, horfði út í myrkrið og beið þess að lögreglan færði hann úr landi, hreyfði við mörgum. Hún átti þátt í að fjöldi fólks mótmælti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun. Þrýstingurinn bar árangur og fjölskyldan sneri aftur. Í dag gengur börnunum vel í skóla og eiga marga vini, Kevin er frískur því hann fær læknisþjónustu og foreldrarnir reka sitt eigið fyrirtæki.