

Illugi Jökulsson
Stórkostleg uppgötvun ef rétt reynist: Fyrsta plánetan fundin utan Vetrarbrautar?
Sú var tíð að vér menn þekktum aðeins reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi. Fyrir tæpum 30 árum var tækni svo komin á það stig að vísindamenn gátu farið að greina plánetur við aðrar sólir en okkar. Yfirleitt tókst það með því að greina örlitlar truflanir í birtumagni frá öðrum sólstjörnum. Þær reyndust stafa af því að reikistjörnur sveimuðu fyrir birtuna...










