Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.