Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélagsins, elskar hafið út af lífinu, eins og hann orðar það, og vill ekki að það sé tekið af honum eða öðrum Íslendingum. Hann segir hafið hafa verið tekið af þjóðinni, einkavætt og fært örfáum á silfurfati. Hann vill að strandveiði fái stærri hluta úr pottinum og potturinn fyrir aðra en kvótakónga stækki.