Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Líkamlega vanlíðanin sem Yazan Tamimi, 12 ára gamall drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne, sem senda á úr landi, upplifði eftir örfárra vikna rof á heilbrigðisþjónustu í sumar sýnir hve lítið þarf til svo að drengnum hraki, segir formaður Duchenne á Íslandi: „Þetta er mjög krítískur tími.“