„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
„Við erum vön að vera saman og þekkjum ekkert annað.“ Þetta segir Ármann Ingimagn Halldórsson. Eiginkona hans, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir dvelur á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Beckers, hún er í öndunarvél vegna sjúkdómsins og þarf mikla umönnun sem Ármann hefur sinnt að miklum hluta síðan hún veiktist. Vegna heimsóknabanns hafa hjónin ekki hist í margar vikur.