Á döfinni: Uppistand, mysingur og örverudans
Uppistandari með lausa augasteina þvælist um landið, frönsk þjóðlagasöngkona á Gauknum, pólskar fjölskyldur lenda í drama á danskri eyju, tónlistarmenn slá upp tónleikum í mjólkurporti og svo er dansað innan um efnahvörf sem hafa verið stækkuð með nýjustu tækni svo mannsaugað greini þau. Þetta er meðal þess sem er á döfinni í menningarlífi landans síðustu tvær vikurnar í ágúst.