Hljóðrit, ævintýri, sagnafólk og metoo
Þjóðhættir

Hljóð­rit, æv­in­týri, sagna­fólk og met­oo

Í þættinum er rætt við Rósu Þorsteinsdóttur rannsóknardósent hjá Stofnun Árna Magnússonar, þar sem hún sér um hljóðritasafn stofnunarinnar. Í þættinum segir Rósa frá upphafi hljóðritasafnsins, hvað þar er að finna og vinnunni við að gera það aðgengilegt á netinu.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Rósa hefur einnig unnið viðamiklar rannsóknir á ævintýrum, meðal annars sem finnast í hljóðritasafninu og skoðaði þá hvernig umhverfi og lífshlaup sagnafólks getur haft áhrif á þjóðsögur og ævintýri sem það segir.

Í því samhengi hefur Rósa nýlega unnið rannsókn á því hvort að metoo byltingin hafi haft áhrif á hvernig ævintýri eru sögð. Hugmyndin að baki rannsókninni er sprottin upp úr leiksýningum sem hún hefur farið á undanfarið þar sem gömul ævintýri eru notuð sem innblástur eða sett í nýjan búning. Rósa skoðaði þá líka hvernig sagnkonur fortíðarinnar hafa sagt sögur og komst að því að það er alls ekki nýtt af nálinni að sögur séu aðlagaðar til að vera valdeflandi fyrir stúlkur.

Rósa, ásamt þjóðfræðingnum Trausta Dagssyni, er einnig að hefja spennandi rannsókn á þjóðsagnasafni Baldvins Jónatanssonar úr Þingeyjarsýslu og segir okkur frá því.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Eilíft vor í paradís
    Flækjusagan · 13:40

    Ei­líft vor í para­dís

    Urgur í Grænlendingum
    Eitt og annað · 06:23

    Urg­ur í Græn­lend­ing­um

    Hjartastopp á neyðarstæði
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #2 · 1:08:00

    Hjarta­stopp á neyð­ar­stæði

    Tuð blessi kappræður í Tjarnarbíó!
    Tuð blessi Ísland #6 · 1:04:00

    Tuð blessi kapp­ræð­ur í Tjarn­ar­bíó!