Þjóðhættir
Þjóðhættir #5726:43

Flökku­sög­ur og orð­róm­ur um flótta­fólk og um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Í þættinum í dag ræða Dagrún og Sigurlaug við Andrés Hjörvar Sigurðsson sem nýlega vann meistararannsókn á flökkusögum og orðrómi um flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Áður en við snúum okkur að því ræðum við aðeins um fyrri rannsókn Andrésar á fyrirbærunum corrido og narcocorrido sem er þjóðlagahefð í Mexíkó, þar sem sagðar eru fréttir og sögur í söngformi. Narcocorrido einkennist af hetjusögum úr undirheimum og er umdeild útgáfa á þessarri þjóðlagahefð.

Flökkusögur eru svo sögur sem berast manna á milli og endurspegla oft ótta okkar við það sem við þekkjum ekki og aðra hópa. Flökkusagnir hafa verið sagðar mjög lengi og spretta upp aftur og aftur og þá jafnvel í tengslum við nýja hópa í hvert sinn. Í þættinum segir Andrés frá því hvað þessar sögur segja okkur um samfélagið, en einnig hvernig þessar sögur geta haft áhrif á orðræðuna. Í rannsókninni fjallar Andrés einnig um hvernig ráðamenn nýta sér þessar sögur og tortryggni okkar og hvernig þær hafa meðal annars ratað inná bæjarstjórnarfundi og á Alþingi.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Bestu kvikmyndir ársins
    Paradísarheimt #19 · 53:02

    Bestu kvik­mynd­ir árs­ins

    Káti kóngurinn og dapra drottningin
    Flækjusagan · 11:30

    Káti kóng­ur­inn og dapra drottn­ing­in

    „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“
    Móðursýkiskastið #5 · 43:59

    „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“

    Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
    Samtal við samfélagið #8 · 1:00:00

    Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar