Áður en við snúum okkur að því ræðum við aðeins um fyrri rannsókn Andrésar á fyrirbærunum corrido og narcocorrido sem er þjóðlagahefð í Mexíkó, þar sem sagðar eru fréttir og sögur í söngformi. Narcocorrido einkennist af hetjusögum úr undirheimum og er umdeild útgáfa á þessarri þjóðlagahefð.
Flökkusögur eru svo sögur sem berast manna á milli og endurspegla oft ótta okkar við það sem við þekkjum ekki og aðra hópa. Flökkusagnir hafa verið sagðar mjög lengi og spretta upp aftur og aftur og þá jafnvel í tengslum við nýja hópa í hvert sinn. Í þættinum segir Andrés frá því hvað þessar sögur segja okkur um samfélagið, en einnig hvernig þessar sögur geta haft áhrif á orðræðuna. Í rannsókninni fjallar Andrés einnig um hvernig ráðamenn nýta sér þessar sögur og tortryggni okkar og hvernig þær hafa meðal annars ratað inná bæjarstjórnarfundi og á Alþingi.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Athugasemdir