Þjóðhættir
Þjóðhættir #5636:57

Nátt­úr­an, stofn­frum­ur og minj­ar og minn­ing­ar í Grinda­vík

Björg Erlingsdóttir er gestur þáttarins. Hún fór erlendis til Svíþjóðar til að læra þjóðfræði og hefur meðal annars rannsakað tengsl mannsins við náttúruna, en það er áhugavert hvernig hugmyndir okkar hafa tekið breytingar á undanförnum árum og milli kynslóða.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Úti var mikil áhersla á þjóðfræði í samtímanum og Björg velti meðal annars fyrir sér breytingum sem fylgja nýrri tækni til dæmis internetinu og farsímanum. Auk þess vann hún þjóðfræðilega rannsókn tengda stofnfrumum, genum og blóði en í því samhengi er meðal annars mikilvægt að velta fyrir sér margvíslegum siðferðilegum spurningum. 

Björg hefur síðan unnið fjölbreytt störf meðal annars á Listasafni Íslands, sem forstöðumaður á menningarmiðstöð Hornafjarðar og sem sveitarstjóri á Svalbarðseyri. Hún er nú sjálfstætt starfandi og tekur að sér margvísleg verkefni. Hún hefur nýlega komið að verkefni sem snýr að björgun minja og minninga í Grindavík í samstarfi við Minja- og sögufélag Grindavíkur, í kjölfar eldsumbrotanna og óvissunnar á Reykjanesskaga. Í þættinum segir Björg frá þessari vinnu og mikilvægi þess að safna sögum og minningum frá Grindavík í samtímanum. 

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Til varnar siðlausum eiturpennum
    Sif · 05:29

    Til varn­ar sið­laus­um eit­urpenn­um

    Lokaniðurstaða ræðst þegar Rússland og Úkraína setjast að samningaborðinu
    Úkraínuskýrslan #23 · 23:51

    Lokanið­ur­staða ræðst þeg­ar Rúss­land og Úkraína setj­ast að samn­inga­borð­inu

    Einn og hálfur tími um nótt
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #4 · 53:49

    Einn og hálf­ur tími um nótt

    Blóðið í jörðinni við Panipat - Seinni hluti
    Flækjusagan · 12:38

    Blóð­ið í jörð­inni við Panipat - Seinni hluti