Pod blessi Ísland #256:50
Kappræðugreining: Innblásinn Sigurður Ingi, Kristrúnarplanið á xS.is og tilhugalíf Sigmundar og Bjarna
Gleðilegan kosningamánuð. Í öðrum þætti Pod blessi Ísland fara Aðalsteinn og Arnar Þór yfir kappræður gærkvöldsins. Þáttarstjórnendurnir sjálfir íhuga framboð eins lista í NV-kjördæmi í næstu kosningum til að fá vettvang til að viðra skoðanir sínar í kappræðum ríkismiðilsins. Farið yfir frammistöðu Jóhannesar Loftssonar og allra hinna leiðtoganna í íslenskri pólitík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki.
Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló.
Athugasemdir