Í þættinum er rætt við Rakel Jónsdóttur þjóðfræðing um hvað leiddi hana inn á brautir þjóðfræðinnar og hvaða áhrif myndlistabakgrunnur hennar hafði á viðhorf hennar og viðfangsefni. Rakel segir okkur frá því hvernig hún hóf rannsóknir sínar á matarmenningu og hvernig hún hefur síðan rannsakað efnið út frá ótal mismunandi sjónarhornum.

Sem lokaverkefni í þjóðfræði vann Rakel heimildamynd sem ber yfirskriftina Samkenndarskápar og hlaut verðlaun á Stockfish kvikmyndahátíðinni í flokki stuttmynda. Þar fjallaði hún um frískápa sem nú skjóta upp kollinum víða í þéttbýli á Íslandi. Þar deilir fólk mat með einhverjum sem það hefur aldrei hitt. Í stuttmyndinni fengu frískáparnir að vera í miðdepli sem hreyfiaflið sem keyrir ört stækkandi samfélag þessarar menningar.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Óvissan um flaggskipið
    Eitt og annað · 10:08

    Óviss­an um flagg­skip­ið

    Hvað eiga popúlistar sameiginlegt með snjallsímum?
    Sif · 05:09

    Hvað eiga po­púl­ist­ar sam­eig­in­legt með snjallsím­um?

    Lækkandi fæðingartíðni og gegndarlaus foreldrafordæming sófasérfræðinga
    Sif · 07:32

    Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni og gegnd­ar­laus for­eldra­for­dæm­ing sófa­sér­fræð­inga

    Titringur í kálgörðunum
    Eitt og annað · 09:00

    Titr­ing­ur í kál­görð­un­um