Í þættinum er rætt við Rakel Jónsdóttur þjóðfræðing um hvað leiddi hana inn á brautir þjóðfræðinnar og hvaða áhrif myndlistabakgrunnur hennar hafði á viðhorf hennar og viðfangsefni. Rakel segir okkur frá því hvernig hún hóf rannsóknir sínar á matarmenningu og hvernig hún hefur síðan rannsakað efnið út frá ótal mismunandi sjónarhornum.

Sem lokaverkefni í þjóðfræði vann Rakel heimildamynd sem ber yfirskriftina Samkenndarskápar og hlaut verðlaun á Stockfish kvikmyndahátíðinni í flokki stuttmynda. Þar fjallaði hún um frískápa sem nú skjóta upp kollinum víða í þéttbýli á Íslandi. Þar deilir fólk mat með einhverjum sem það hefur aldrei hitt. Í stuttmyndinni fengu frískáparnir að vera í miðdepli sem hreyfiaflið sem keyrir ört stækkandi samfélag þessarar menningar.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Keisaraynjan sem hvarf
    Flækjusagan · 12:19

    Keis­araynj­an sem hvarf

    Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
    Eitt og annað · 07:09

    Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

    Nauðgunargengi norðursins
    Sif · 06:53

    Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

    Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
    Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

    Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um