Þau Áki Karlsson og Ragnheiður Maísól eru þátttakendur í áhugaverðu rannsóknarverkefni, Symbiosis: samlífi manna og örvera. Í þessu þverfaglega verkefni mætir fjöldi fræðafólks af ólíkum sviðum hvort öðru og örverunum en verkefnið gengur út á að skoða samband okkar, mannskepnunnar við þessar litlu verur. Hvernig við vinnum með þeim í matargerð, í meltingunni og fáum þær til samstarfs í þurrklósettum og moltugerð.
Nú á dögunum opnaði einnig áhugaverð og spennandi sýning á Hönnunarsafninu í Garðabæ Örverur á heimilinu, sem Ragnheiður Maísól sýningarstýrði. Sýningin er hluti af verkefninu Symbiosis og sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands. Ragnheiður segir okkur frá því hvernig var að fást við örverurnar og hvernig gekk að fá þær til samstarfs á sýningunni. Sýningin Örverur á heimilinu stendur til 17. nóvember 2024 og við hvetjum öll til að kíkja á hana.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Athugasemdir