Þjóðhættir
Þjóðhættir #5335:49

Symb­i­os­is: Súr­deig, melt­ing, molta, skyr og aðr­ar óstýr­lát­ar ör­ver­ur

Í dag í Þjóðháttum hittum við tvo þjóðfræðinga sem síðan 2021 hafa verið að skyggnast inn í heim sem er okkur venjulega hulinn og fæst okkur hugsa mikið um, þ.e. hvernig samlífi manna og örvera lýsir sér.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Þau Áki Karlsson og Ragnheiður Maísól eru þátttakendur í áhugaverðu rannsóknarverkefni, Symbiosis: samlífi manna og örvera.  Í þessu þverfaglega verkefni mætir fjöldi fræðafólks af ólíkum sviðum hvort öðru og örverunum en verkefnið gengur út á að skoða samband okkar, mannskepnunnar við þessar litlu verur. Hvernig við vinnum með þeim í matargerð, í meltingunni og fáum þær til samstarfs í þurrklósettum og moltugerð.

Nú á dögunum opnaði einnig áhugaverð og spennandi sýning á Hönnunarsafninu í Garðabæ Örverur á heimilinu, sem Ragnheiður Maísól sýningarstýrði. Sýningin er hluti af verkefninu Symbiosis og sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands. Ragnheiður segir okkur frá því hvernig var að fást við örverurnar og hvernig gekk að fá þær til samstarfs á sýningunni. Sýningin Örverur á heimilinu stendur til 17. nóvember 2024 og við hvetjum öll til að kíkja á hana.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hulduverur, safnastarf og köldu ljósin Hafnafirði
    Þjóðhættir #62 · 28:02

    Huldu­ver­ur, safn­astarf og köldu ljós­in Hafna­firði

    Söguskýring auglýsingastofu
    Sif · 05:55

    Sögu­skýr­ing aug­lýs­inga­stofu

    Lundar, geirfuglar og sjálfsmynd þjóðar
    Þjóðhættir #61 · 23:47

    Lund­ar, geir­fugl­ar og sjálfs­mynd þjóð­ar

    „Óskar! Vaknaðu, það er risastór árás í gangi!“
    Úkraínuskýrslan #26 · 04:54

    „Ósk­ar! Vakn­aðu, það er risa­stór árás í gangi!“

    Loka auglýsingu