Þjóðhættir
Þjóðhættir #5240:04

Þjóð­trú Ís­lend­inga: Huldu­fólk og geim­ver­ur

Í þættinum fá Dagrún og Sigurlaug til sín Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Terry er nýhættur að kenna við HÍ en situr ekki auðum höndum.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Í þættinum fá hlustendur að heyra hvað dró Terry inná þjóðfræðibrautina og hvernig hann fann sína hillu í þjóðfræðinni. Terry hefur fengist við ýmis ólík viðfangsefni innan þjóðfræði, svo sem sviðslistafræði, þjóðsögur og norræna trú, en einnig þurft að svara fyrir þjóðtrú Íslendinga í gegnum árin, útskýra hana fyrir fjölmiðlafólki og öðrum áhugasömum.

Terry hefur nýlega lokið við að gera stóra könnun á þjóðtrú Íslendinga, í samstarfi við Félagsvísindastofnun. Þetta er í annað sinn sem Terry stýrir þessari könnun, en fyrri könnunin var gerð árin 2006-2007. Margt áhugavert kemur í ljós þegar niðurstöður þessara kannanna eru skoðaðar og bornar saman. Hefðbundin hjátrú, til dæmis á ættarfylgjur og nafnavitjanir virðist til að mynda vera að minnka, á meðan að trú á reimleika og geimverur er að aukast. Þá er bilið milli kynslóða og borgar og sveitar einnig að breikka. Í könnuninni er einnig spurt um trú á Guð, sem hefur einnig breyst þó nokkuð í gegnum tíðina, og svo auðvitað huldufólkið. Í þættinum veltir Terry upp ýmsum áhrifaþáttum þessara breytinga sem eru að verða á þjóðtrú Íslendinga og mikilvægi þess að rannsaka þjóðtrú dagsins í dag, á tímum upplýsingaóreiðu, samsæriskenninga og falsfrétta.

Myndin sem fylgir þættinum er tekin af Art Bicnick. 

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Sárkvalin og sökuð um verkjalyfjafíkn
    Móðursýkiskastið #3 · 13:49

    Sár­kval­in og sök­uð um verkjalyfjafíkn

    Öld einvaldsins
    Sif · 06:02

    Öld ein­valds­ins

    Kosningarnar sem flestir unnu
    Tuð blessi Ísland #7 · 1:13:00

    Kosn­ing­arn­ar sem flest­ir unnu

    Hundamenning á Íslandi
    Þjóðhættir #59 · 41:55

    Hunda­menn­ing á Ís­landi