Pressa
Pressa #241:39:00

For­se­takapp­ræð­ur í Tjarn­ar­bíói

Þeir sex fram­bjóð­end­ur sem mæl­ast með mest fylgi sam­kvæmt kosn­inga­spá Heim­ildar­inn­ar mættust í kapp­ræð­um í Tjarn­ar­bíói. Bein út­send­ing var frá þeim á vef Heim­ild­ar­inn­ar. Hér má horfa á kappræðurnar í heild sinni.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson, Ragnhildur Þrastardóttir

Í kvöld, þriðjudaginn 28. maí, mun Heimildin standa fyrir kappræðum milli þeirra sex forsetaframbjóðenda sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi samkvæmt kosningaspá miðilsins.

Kappræðurnar fara fram í Tjarnarbíói og verða þær einu sem fram fara í aðdraganda komandi kosninga þar sem áhorfendur verða í sal.  Áskrifendum Heimildarinnar var boðið að koma og vera viðstaddir án greiðslu en aðrir þurftu að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang. Það seldist nær samstundis upp á kappræðurnar og því verður húsfyllir. 

Kappræðunum verður stýrt af Aðalsteini Kjartanssyni og Margréti Marteinsdóttur. Húsið verður opnað klukkan 18 og skömmu síðar hefjast lifandi umræður, undir stjórn Ragnhildar Þrastardóttur, á sviði með sérfræðingum þar sem fjallað verður um ýmsa anga forsetakosninganna. 

Kappræðurnar sjálfar hefjast svo klukkan 20. Gert er ráð fyrir að þær standi til 21.30. Þeim verður streymt beint á vef Heimildarinnar. 

Þeir frambjóðendur sem hafa staðfest komu sína eru Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 6,3 til 24,3 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jónína Guðmundsdóttir skrifaði
    4 hentu fimm út. Einn hefði ekki tekið ávörðun, 2 líklega ekki, 4 nærri lagi.Hins vegar er það mín skoðun að 5 á landinu hafi það ekkigott og einhver eða eitthvað eða stofnun standi fyrir því. 4/5 gæti verið 20% af þjóðinni. Hugsið
    0
    • Bo Halldorson skrifaði
      ÉG er fæddur í leiguhúsnæði í Verkamannabústað og foreldrar mínir unnu hörðum höndum til að eignast eigið húsnæði.Átti góða æsku og aldrei skortað neitt...og hana nú
      -2
      • SFG
        Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
        Spurning til Katrínar um dóm Mannréttindadómstólsins vegna vankanta í framkvæmd síðustu þingkosninga hefði verið við hæfi. Varð fyrir smá vonbrigðum að sjá ekkert slíkt eða neitt um það mál nefnt. Sjá https://heimildin.is/grein/21577/
        2
        • Berglind Bragadóttir skrifaði
          Sorglegt að hafa ekki alla
          -2
          • Ólöf Þorvaldsdóttir skrifaði
            Góðir stjórnendur, besti þátturinn til þessa og Halla Hrund var best. Arnar flutti mál sitt vel.
            4
            • Sigrun Haraldsdottir skrifaði
              Allger óþarfi að draga Palestínu inn í umræður við forsetafranbjóðendur og hvað þá reyna að þvinga þá til þess að nota orðið “ þjóðarnorð” !
              -8
              • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
                Er þér mjög ósammála. Loksins kom hin brennandi spurning til frambjóðenda sem ég hélt að aldrei ætlaði að koma! Ef ekki núna þá hvenær í þessari kosningabaráttu. Eftir stuttan inngang um ástandið á Gaza var spurningin þessi:

                „Getur forseti setið þegjandi eða verið hlutlaus þegar slíkur hryllingur á sér stað?“
                4
            • SS
              Svanur Sigurbjörnsson skrifaði
              Á ekki frekar að fara að ræða málefnin sem kjósa á forseta út á frekar en hvort frambjóðendur séu að draga í land eða ekki?
              2
              • RB
                Reynir Böðvarsson skrifaði
                Spennandi!
                1
                • JG
                  Jónína Guðmundsdóttir skrifaði
                  Ég er fjúkandi reið út í Heimildin.Hverslags hugsunarháttur er þetta? 4/5 hent út.. 4/5 almennings sem hefur það slæmt yfir í mjög slæmt. Sérkennilegar skoðanakannanir og heilu hrúgurnar af peningum til að styjða vissa frambjóðendur,auglýsa endalaust og látast ekki sjá aðra. Það er fjöldinn allur óákveðin, manneskjur sem hafa það slæmt. Og hafa haft það slæmt lengi. Hverja ímyndið þið að þær kjósi? Það eru tvær þjóðir á Íslandi. Sameingaafl segir elítan og trúir því í eigin búblu.
                  2
              Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
              „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“
              Móðursýkiskastið #4 · 31:40

              „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“

              „Bullshit“ jól
              Sif · 05:42

              „Bulls­hit“ jól

              Valkyrjur Stefáns Ingvars
              Tuð blessi Ísland #8 · 1:03:00

              Val­kyrj­ur Stef­áns Ingvars

              Á vettvangi einmanaleikans
              Á vettvangi: Einmanaleiki · 1:06:00

              Á vett­vangi ein­mana­leik­ans