Þjóðhættir
Þjóðhættir #4935:36

„Heil­ag­ar meyj­ar og kattafrum­varp­ið al­ræmda“

Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Helgu Einarsdóttur, þjóðfræðing, en Helga starfar nú hjá Alþingi sem verkefnastjóri á fræðslusviði.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Helga er fædd og uppalin fyrir austan og dreymdi um að verða prestur og kennari þegar hún var ung, en í þættinum segir hún frá því hvernig þjóðfræðin sameinaði þetta tvennt. Helga rannsakaði þjóðsöguna ‚Sagan af sofendunum sjö‘ í grunnnámi sínu í þjóðfræði og hélt síðan erlendis í meistaranám, til Cork á Írlandi, þar sem hún rannsakaði átrúnað tengdan pílagrímsferðum á Írlandi. Þar komu helgar konur til sögunnar en Helga bar þessar kristnu kvenímyndir saman við fornar gyðjur úr heiðni.

Helga segir frá fjölbreyttu starfi sínu á Alþingi og hvað leiddi hana þangað en hún kláraði einnig kennsluréttindi og starfaði lengi við safnfræðslu. Á Alþingi fer fram öflugt fræðslustarf sem miðar að því að auka lýðræðislega þátttöku ungs fólks og Helga segir meðal annars frá hinu fræga „katta frumvarpi“ sem að börn sem heimsækja Skólaþing þurfa að afgreiða.

Fyrir utan að vinna að spennandi verkefnum á þinginu starfar Helga einnig sem athafnastjóri hjá Siðmennt þar sem hún fer í gegnum mikilvægustu viðburði lífsins með fólki en þar kemur þjóðfræðin einnig að notum.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Versta mamma sögunnar
    Flækjusagan · 11:31

    Versta mamma sög­unn­ar

    Vilja banna Bandidos
    Eitt og annað · 05:58

    Vilja banna Bandidos

    Múrararass stjórnmálanna
    Sif · 06:50

    Múr­ar­arass stjórn­mál­anna

    Memoir of a Snail
    Paradísarheimt #21 · 36:36

    Memo­ir of a Snail