Pressa
Pressa #2159:19

Fjög­ur efstu mæt­ast

Katrín, Bald­ur, Jón Gn­arr og Halla Hrund mæt­ast í fyrsta sinn í kapp­ræð­um í Pressu.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan

Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjörimmunu mætast í Pressu sem sýndur verður klukkan 10 á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar. 

Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson hafa hingað til skorað hæst í könnunum. Katrín hefur oftast leitt, en Baldur einnig komist efstur á blað í könnunum í þessari viku. Jón Gnarr mældist lengst af þriðji hæstur en Halla Hrund Logadóttir mældist með meira fylgi en hann í könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið í vikunni.

Það er því öruggt að talsvert meiri spenna verður í þessum forsetakosningum en í ár eða áratugi jafnvel. 

Spennan verður síst minni þegar frambjóðendurnir mætast fjögur í Pressu á föstudaginn. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar klukkan 10 og verður fyrri hluti hans opinn öllum. 

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
    Hamingjudagar !
    0
    • BJ
      Benedikt Jónsson skrifaði
      Ég er ósáttur við framkomu spyrjenda. Þeir grípa ítrekað fram í fyrir frambjóðendum, leggja þeim orð í munn, gera þeim upp skoðanir og jafnvel hæðast að þeim. Frambjóðendur fá varla tíma til að svara því sem þeir eru spurðir. Það er alveg hægt að vera einbeittur spyrjandi án þess að koma fram með þessum hætti. Má ég biðja um meiri fagmennsku og minni stráksskap.
      5
      • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
        Halla Hrund, mér fannst hún bera af öðrum er þarna stóðu…..
        2
        • GJI
          Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
          Sá á kvölina sem á völina. Mikið erum við rík að eiga svona flotta frambjóðendur til forseta árið 2024
          1
          Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
          Keisaraynjan sem hvarf
          Flækjusagan · 12:19

          Keis­araynj­an sem hvarf

          Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
          Eitt og annað · 07:09

          Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

          Nauðgunargengi norðursins
          Sif · 06:53

          Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

          Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
          Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

          Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um